146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

mengun frá United Silicon.

[15:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Frú forseti. Eins og hv. þingmaður veit þá er umræða á þingflokksfundum stjórnmálaflokkanna almennt um málefni þingsins og það er nú kannski ekki vani að við ræðum þær umræður sérstaklega hér í þingsal. Ég vil taka undir það með hv. þingmanni að auðvitað hef ég eins og aðrir áhyggjur af þessum fréttum, þegar við heyrum af mengun sem fer yfir hættu- og viðmiðunarmörk. Ég ber fullt traust til hæstv. umhverfisráðherra til að taka slíkar upplýsingum mjög alvarlega og treysti því að hún og starfsfólk í ráðuneyti hennar séu að skoða þetta mál. Ég geri ráð fyrir því að ríkisstjórnin muni ræða þessi mál á næsta fundi sínum og ég hef ekki ástæðu til annars en að treysta vinnu hæstv. umhverfisráðherra þar til ríkisstjórnin kemur saman.