146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:56]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til að vitna í greinargerð 3. minni hluta fjárlaganefndar, en þar kemur fram á bls. 2 í kafla um greinargerð grunngilda, með leyfi forseta:

„Upptalning á grunngildunum er orðabókarskilgreining þeirra og af hverju gildin eiga að vera í fjármálastefnunni. Kaflinn um grunngildin er ekki greinargerð um það hvernig þeim gildum er náð og geti verið framfylgt, engin staðfesting að stefnan sé samkvæmt þeim grunngildum sem á að byggja á. Stefnan um þróun gjalda, skattstefnu og aðra tekjuöflun hins opinbera er tóm fyrir utan að það er búist við að hún fylgi VLF á tímabilinu.“

Mér heyrðist á ræðu þingmannsins að hún deildi áhyggjum mínum af því að svipaður háttur yrði á og við gerð fjárlaga. Sagt var að þetta uppfyllti samgönguáætlun, svo þegar raunveruleikinn kom fram þá var það ekkert nema orðin tóm. Það var ekki til nokkur peningur fyrir nokkrum sköpuðum hlut.