146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

íslenskur ríkisborgararéttur.

373. mál
[14:17]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get alveg tekið undir að það er eðlilegt að nota orðið foreldri þegar það á við og jafnan þegar verið er að ræða málefni foreldra, þá hljóta menn að nota það hugtak sem menn nota um það. Ég ætla ekki að útiloka að það séu einhver mál sem varða eingöngu mæður, mér dettur helst í hug mæðravernd. Það eru reglur um mæðravernd. Ég held við hljótum að vilja halda okkur við hugtakið móðir þar, en þegar sleppir sérstaklega kyngreindum ákvæðum er alveg sjálfsagt að nota orðið foreldri.