146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[12:07]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að byrja á að þakka hæstv. félagsmála- og jafnréttismálaráðherra fyrir að koma hér og eiga samtal við okkur. Ég er sammála hæstv. ráðherra um að mikilvægt sé að horfa á styrkleika og getu fólks í stað veikleika. Ég er einnig sammála því að nauðsynlegt sé að atvinnuöryggi verði aukið og stuðningur við einstaklinga innan örorkukerfisins verði styrktur. Á síðasta kjörtímabili var rætt um slíkar aðgerðir. Þá var áætlað að það þyrfti á fimmta milljarð til þess að þessar kerfisbreytingar gætu náð fram að ganga, en mér sýnist að nú séu 2,7 milljarðar áætlaðir í þær. Mig langar að spyrja hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra hvað útskýri þennan mun. Er búið að fara ítarlega yfir þann mun sem þarna er á milli útreikninga fyrri ríkisstjórnar og þeirra 2,7 milljarða sem við sjáum í ríkisfjármálaáætluninni?