146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:12]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mig langaði aðeins að ræða um reynslu þeirra sem hafa ákveðið að notast við þennan staðal en á þeim fundi kom einnig fram mikilvægi þess að um faglega úttekt sé að ræða, það séu sérfræðingar sem sinni þessari úttekt og að þeir hafi breiðari skilning en svo að horfa á einhverjar tölur á excel-skjali þar sem er búið að skipta niður störfum í einhverja flokka og hlusti á útskýringar þeirra sem vinna í þeim fyrirtækjum, það þurfi að vera víðtæk og góð þekking á þeim breytum sem til staðar eru, sérstaklega hvað varðar það hvernig sambærileg störf sem sinnt er af báðum kynjum eru metin misverðmæt. Þegar svo liggur fyrir að faggildingarsvið er á engan hátt tilbúið að faggilda þá vottunaraðila sem eiga að votta þessi fyrirtæki og hefur ekki til þess nokkra getu og það eru ekki komin einu sinni viðmið, engin regla um hvernig eigi að votta þessi fyrirtæki, þá getum við varla kallað það faglega úttekt fyrir faggildingu og hvað þá að þessir vottunaraðilar verði einhvers konar fagaðilar.(Forseti hringir.) Ég held bara að það þurfi að vinna þetta mál betur. Ég endurtek það.