148. löggjafarþing — 17. fundur,  25. jan. 2018.

frumvörp um tjáningar- og upplýsingafrelsi.

[10:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég nefndi áðan er verið að skoða þessi mál innan ráðuneytisins. Það er rétt að heilmikið efni og miklar upplýsingar og ákveðin framsýn hugsun kemur þarna fram, en ekki er búið að taka ákvörðun um þetta á þessum tímapunkti, sér í lagi varðandi framlagningu á þessu þingi. Eins og ég segi, þetta er til skoðunar, og það er margt mjög gott í þessu sem ég ætla að nýta og hugsa um hvernig við getum haft jákvæð áhrif á allt er tengist tjáningar- og upplýsingafrelsi.