148. löggjafarþing — 29. fundur,  26. feb. 2018.

barnaverndarmál.

[15:38]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Ég verð eiginlega að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa hlustað á svar hæstv. ráðherra í tvígang, nokkuð samhljóða svör, er ég engu nær. Ég spyr því enn og aftur: Er það niðurstaða ráðuneytisins að þau vinnubrögð sem yfir var kvartað með ítarlegum hætti í ítarlegum skýrslum af hálfu barnaverndarnefnda, hafi í alla staði verið í lagi? Er ráðherra sammála þeirri niðurstöðu? Og verður sú niðurstaða birt með rökstuddri yfirferð ráðuneytisins um hverju sæti?

Eins þætti mér áhugavert að vita í ljósi frétta um það, að hljóti framboð forstjórans fyrrverandi brautargengi verði hann áfram á launum hjá Barnaverndarstofu? Er það rétt? Er eitthvert formlegt samkomulag um starfslok forstjórans fyrrverandi milli ráðuneytis og hans?