148. löggjafarþing — 37. fundur,  8. mars 2018.

samræmd próf í íslensku.

[10:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við og hvað á ekki við í dag. Við stöndum, eins og ég hef nefnt áður, á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans. Við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnishæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál.

Ég tel að ábendingar hv. þingmanns séu mjög góðar og vil skoða þær í samvinnu við þingið. Það er svo margt sem við þurfum að gera til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.