148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

komugjöld.

[15:51]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Markmið með komugjöldum var ekki að draga úr fjölgun ferðamanna eða stuðla að fækkun þeirra. Við erum einfaldlega með það verkefni að vinna að því að koma á einhvers konar gjaldtöku sem fer í það að kosta uppbyggingu og verkefni sem fylgja því að fá marga ferðamenn til landsins. Þessa umræðu þekkjum við. Þetta hefur tekið fjöldamörg ár og hér er þessi leið í stjórnarsáttmálanum þar sem áform um hækkun virðisaukaskatts eru lögð til hliðar og kannaðir möguleikar komu- eða brottfarargjalds.

Þess vegna vinn ég að því.

Ég er í hjarta mínu á því að við eigum að vera með sem fæstar undanþágur og með eitt þrep og frekar að hafa það lægra. Hins vegar vantaði greiningar á því síðast hvaða áhrif þetta hefði. Þess vegna erum við að kanna það núna. Og það var ekki meiri hluti eða stemning fyrir því að vinna áfram með eitt virðisaukaskattsþrep. Þess vegna erum við að skoða komugjöld.

Ég segi enn og aftur að ég upplifi (Forseti hringir.) ekkert annað en að allir vilji fara að setja punkt aftan við þessa gjaldtökuumræðu og ég vonast til að okkur fari að takast það.