148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[20:37]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég hef í sjálfu sér litlu við svör mín að bæta. Ég ítreka það sem ég sagði um þá þætti sem hv. þingmaður kom inn á, þau atriði sem beinlínis lúta að fjármálaáætluninni, sjóðirnir, matvælastefnan, sem er beinlínis þar inni, eru allt saman verkefni sem ég tel að sé töluvert mikill samhljómur um og skilningur manna á þeirri brýnu nauðsyn að koma þessum verkum áfram og að til þeirra hafi verið horft um allnokkurt skeið.

Með sama hætti er það stóra mál sem snýr að hafrannsóknum og er borið uppi af Hafrannsóknastofnun. Það hefur engu að síður gleymst í umræðunni hjá hv. þingmönnum að stærsti áfanginn í því verki er að sameina þessa stofnun undir einu þaki. Það er gert ráð fyrir að nýbygging (Forseti hringir.) verði tekin í notkun á árinu 2019 en þannig háttar til að enginn hefur nefnt það í þessari umræðu.