148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

Viðlagatrygging Íslands.

388. mál
[18:20]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Virðulegi forseti. Þar kom að því að ég get bara ekki orða bundist. Ég verð eiginlega að segja að það er bara eitthvað póetískt í því að þetta skuli vera hér á dagskrá, beiðni frá nefnd vegna stjórnarmáls þar sem kvartað er undan samráðsleysi og kvartað er undan skorti á beiðni um umsögn um þinglega meðferð og svo kemur formaður nefndar og biður þingheim um að samþykka breytingartillögu án þess að nefndum þingheimi gefist færi á að ræða málið, skoða það og kynna sér það. Þetta er eins og að horfa eiginlega í spegil, horfa bara á spegilmynd af þeirri umræðu sem átti sér stað áðan.

Að því sögðu kom ég bara hingað upp aftur vegna þess að ég gat einfaldlega ekki orða bundist. En þetta er þarft mál og ég mun greiða því atkvæði mitt. Ég vildi bara vekja sérstaka athygli á þessu.