148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.

50. mál
[18:59]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með, ég myndi segja kjarkleysi þingsins til að taka raunverulega á þeim vanda sem hér er við að etja. Ég ítreka fyrri orð mín um að ég telji breytingartillögu meiri hlutans litlu bæta við það sem þegar er gert á vinnumarkaði í þeim efnum, en hversu veikburða sem hún er styð ég að sjálfsögðu allar tilraunir til að eyða kynbundnum launamun á vinnumarkaði og greiði því atkvæði með henni.