148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[13:41]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil óska hv. þm. Birgi Ármannssyni til hamingju með afmælið en um leið lýsa furðu minni yfir kostulegri ræðu hans rétt á undan. (Gripið fram í: Þetta er nú ekki fallegt á afmælisdaginn.) Nei, hann fær eitthvað annað í staðinn. Ég knúsa hann á eftir.

Það er auðvitað alveg fráleitt að öll mál stjórnarandstöðunnar sem komust til meðferðar verði hanteruð í sátt við stjórnarandstöðuflokkinn sem fyrir því talaði nema mál Miðflokksins. Mál Miðflokksins á að afgreiða í fullkominni ósátt við flutningsmenn málsins. Mál Miðflokksins á að hantera hér inni samkvæmt fyrirskrift ríkisstjórnarflokkanna án nokkurs samráðs við Miðflokkinn, ef það er samráðið sem menn telja réttlæta það að gera þetta á allt annan hátt en um var samið. Ég er hræddur um að þetta setji allt er varðar samkomulag í laust loft (Forseti hringir.) og ég er hræddur um að dagurinn gæti orðið snúnari en í var stefnt.