148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[15:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held við getum verið sammála síðasta ræðumanni um að sú atkvæðagreiðsla sem við förum í á eftir verði vonandi byrjunin á gleðilegum jólum fyrir marga, eins og hv. þingmaður vísaði til áðan. Það er gott og ánægjulegt að geta staðið hér og talað um mál sem var afgreitt í þokkalegri sátt, lendingu var náð um hvernig ætti að afgreiða það. Það mætti vera meira af því og ljóst er að í öðrum málum gildir ekki það sama í þessum þingsal, væntanlega er það vegna þess að einhvern skortir einfaldlega getu, vilja og kjark til að afgreiða þau mál sem eftir eru. En við sjáum hvað setur, virðulegi forseti. Þetta mál er gott. Við komum að sjálfsögðu til með að styðja það.