148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

um fundarstjórn.

[18:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Það eru vissulega vonbrigði ef rétt er að ekki hafi náðst árangur í viðræðum formanna um áframhald þingstarfa. Ef svo er ekki halda þingstörf áfram næstu daga. Við bregðumst við því með þeim ráðum og verkfærum sem við höfum. Við munum því halda áfram að ræða mál mjög ítarlega og fara mjög gaumgæfilega yfir þær atkvæðagreiðslur sem fram undan eru og ræða þær og þau mál sem þar eru undir. En að öllu samanlögðu hefði maður frekar kosið að menn hefðu getað ráðið ráðum sínum á þann hátt að hér hefði náðst einhver niðurstaða.