148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[18:13]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessu máli. Ég hrökk svolítið við þegar það kom til þingsins og ég fór yfir það, en unnið hefur verið að því í samvinnu við sveitarfélög að þau hafi meiri aðkomu að málinu og er það vel. Það er nefnilega þannig að þegar verið er að fjalla um mál úti á landi eða hringinn í kringum landið hafa þeir sem eru kunnugir staðháttum og eru nær því sem er verið að fjalla um oft, kannski ekki meira vit en það þarf að hlusta á sjónarmið þeirra. (Gripið fram í: Sérstaklega þar.) Já, sérstaklega þar. Í sambandi við netlögin var gott að heyra það sem hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir kom inn á, að það væri líka að skýrast. Mér sýnist þetta vera hið besta mál.