149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

námskeið um uppeldi barna.

[10:47]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vettvangur sem varð til nýlega og snýst í raun og veru um að tryggja að sameiginleg þekking og þróun heilsugæslunnar á landsvísu nái út í alla kima heilsugæslunnar, ekki síst úti um land. Ég treysti því að í þeim anda sem við höfum verið að vinna, og ég tek undir það sem hefur verið sagt áður um að auðvitað eigi slík vinna að vera þvert á alla pólitíska flokka, að bæta forvarnir og lýðheilsu og auk þess leggja aukið fjármagn í geðheilbrigðismálin almennt, verði það augljóslega partur af því sem þróunarmiðstöðin á að sjá til þess að verði gert, þ.e. tryggja að sú þekking og aðferðafræði sé við lýði úti um allt land. En ég hef ástæðu til að ætla að þau mál séu ekki aðeins unnin á höfuðborgarsvæðinu heldur sé verið að tryggja þau víðar um land. Mér finnst fyrirspurn hv. þingmanns gefa tilefni til að ég skoði það sérstaklega.