149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[12:59]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill aftur minna þingmenn á að bjölluhljómurinn er gríðarlega óþægilegur fyrir fólkið sem heima situr því hærri sem hann verður. Forseti verður að hafa stjórn á þingfundinum og passa upp á það að ræðumenn fari ekki það langt fram yfir að þeir raski dagskrá þingsins. Þessi bjölluhljómur var í boði Guðmundar Andra Thorssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.