149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

þingmannamál á dagskrá og fundur í umhverfis- og samgöngunefnd.

[16:01]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Herra forseti. Ég ætlaði að koma hér upp og taka undir með hv. þm. Þorsteini Víglundssyni, ég saknaði þess að sjá ekki á dagskránni þau þingmannamál sem voru á dagskrá fyrr í vikunni og voru mörg hver áhugaverð. Ég tek undir það að dagurinn er enn ungur og ekkert að því að vinna aðeins áfram.

Varðandi fundi í nefndum þá er skynsamlegt að hafa skilvirkni í störfum þingsins. Ég hef fullan skilning á því ef nefndarmenn hafa sammælst um að hittast að loknum degi eða drífa saman fund. Ég held ég styðji það einnig að skynsamlegt sé að koma hlutunum sem hraðast til umsagna til þess að við fáum betri vinnu hér í þinginu. En dagurinn er ungur. Ég skil ekkert í forseta að hafa ekki sett fleiri mál á dagskrá.