149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

um fundarstjórn.

[16:25]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Hér hafa orðið undarlegir atburðir. Ég er varamaður í umhverfis- og samgöngunefnd og ég fékk fundarboð í dag um að mæta á fund nefndarinnar strax að loknum þingfundi. Ég svaraði því fundarboði og sagðist mundu mæta. Síðan virðist það hafa gerst að boðað hefur verið til annars fundar í nefndinni, um samgöngumálin, strax að lokinni umræðu hér. Ég fékk ekki fundarboð þess efnis þannig að ég leyfi mér að halda því fram að fundur nefndarinnar hafi verið ólögmætur og að engu hafandi.