149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum.

[14:03]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Við hv. þingmaður áttum þetta samtal um daginn. Það grundvallaðist m.a. á ágætri fyrirspurn sem hv. þingmaður sendi og í svari mínu kom fram hvernig verklagið er á Íslandi. Samkvæmt lögum og reglum skulu til að mynda allar nýjar hópferðabifreiðar uppfylla þessar reglur. Eftirlitið er í höndum Samgöngustofu eðli málsins samkvæmt.

Sé það svo hins vegar að einhverjar aðstæður eru ekki með þeim hætti sem þær eiga að vera, alveg sama hvort um er að ræða fatlað fólk eða einhverja aðra sem rekast á hindranir sem eiga ekki að vera, þá þurfa menn auðvitað að láta vita af því. Ellegar verður það seinna sem það er tekið út. Það hjálpar alla vega til við úttektina að fyrir liggi kvörtun. Það þarf auðvitað ekki að vera að kæra eða eitthvað slíkt heldur bara að menn viti hvar vandinn er svo þeir geti einbeitt sér að því að leysa úr málum þar sem verkefnin eru stærst.