149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

náttúruvernd.

82. mál
[13:58]
Horfa

Flm. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ég mundi halda að það væri almenn vísun. Ég er ekki lögfræðingur en lögfræðingar eru búnir að fara yfir þetta þannig að ég treysti þeim betur til þess en mér að meta það. Ég tel þetta vera frekar almenna tilvísun til þess.

Varðandi það hvernig við ætlum að tryggja að fólk geti komið frá sér rusli. Mjög víða þar sem ég fer um eru flöskusafnanar, t.d. í Landmannalaugum. Þar getur fólk losað sig við flöskur. Við fáum öll poka í verslunum. Við sjáum að útlendingar, sérstaklega ferðamenn, fara í verslanir og kaupa sér í matinn og búa sér til mat á opnum svæðum. Þar fellur til fullt af sorpi. Sem betur fer er mjög víða aðstaða til að losa sig við sorp. Það má vel vera að það þurfi að vera á fleiri stöðum og þarf þá kannski að bæta úr því.

Ég segir heilt yfir að þessi lagabreyting segir ekki nákvæmlega hvernig eftirlitið eigi að vera eða hvar eigi að henda rusli. Ég held að þar komi sveitarfélögin inn. Það þarf samstöðu okkar allra. Við erum aðeins að ýta á fólk og hvetja það til þess að ganga betur um. Ef menn ætla ekki að gera það þá verðum við að segja: Þá ætlum við bara að sekta ykkur. En það auðvitað er svolítið langt gengið að sekta mann um 100.000 kall, þannig að maður hnippir kannski í nágrannann og segir: Bíddu, næst sekta ég þig eða kæra þig.

Ég held að það sé ágæt vitundarvakning að klára þessi lög, koma sektarákvæðinu inn og vona að það verði til þess að við öll, almenningur, gangi betur um. Þá er tilgangnum náð.