149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

um fundarstjórn.

[16:37]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað yfirgengilegt að hlusta á málflutning hv. þingmanna Pírata í þessu máli. Forsætisnefnd tók þetta mál upp að þeirra beiðni, samkvæmt þeirra óskum, rannsakaði málið, komst að niðurstöðu og hefur kynnt þá niðurstöðu. Að þurfa svo eftir að sú niðurstaða er fengin, að hlusta á þetta klif aftur — hv. þingmönnum væri sæmra að skammast sín, biðjast afsökunar á röngum sakargiftum og þjófkenningum heldur en að halda klifinu áfram eftir að niðurstaða er komin. (Gripið fram í.)