149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:43]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil koma hér upp og taka undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og segja að raunar hefði mér fundist fara jafnvel betur á því ef við hefðum fengið smá framsögu frá hæstv. forsætisráðherra og stjórnarandstöðunni hefði verið gefinn rýmri andsvararéttur til að ræða þetta mál við hana vegna þess að þetta hefur verið í umræðu hér í þinginu. En fyrst svo er ekki hefði alla vega verið góður bragur að því að þetta rennsli sem við áttum í gær með mælendaskrána yrði endurtekið í dag til þess að við í stjórnarandstöðunni gætum átt orðastað við hæstv. forsætisráðherra.