149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[03:03]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Nei, engu sem jafnast á við þetta, því að hér er um að ræða mikið grundvallarmál. Hér er um að ræða þá niðurstöðu sem núverandi ríkisstjórn ætlar að fá í aflandskrónumálin, mál sem er búið að vera til úrlausnar árum saman og beitt hefur verið ýmsum aðferðum, eins og ég rakti í ræðunni og nefndi dæmi um, en mál þar sem búið var að finna lausn sem hafði alla burði til að virka ef henni hefði verið fylgt eftir, eins og öðrum þáttum haftalosunaráformanna. En þá er horfið frá þeirri stefnu og í raun verið að innsigla fullkomna eftirgjöf gagnvart þeim sem voru síst viljugir til að (Forseti hringir.) taka þátt í haftalosuninni. Og menn treysta sér ekki til að koma og útskýra hvers vegna. Menn treysta sér ekki (Forseti hringir.) til að verja það.