149. löggjafarþing — 92. fundur,  10. apr. 2019.

póstþjónusta.

739. mál
[18:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að ef gjaldið á ekki að standa undir neinum öðrum kostnaði verðum við væntanlega að vita nákvæmlega hver sá kostnaður er. Í umfjöllun nefndarinnar og í gestakomum gat Íslandspóstur ómögulega sagt nákvæmlega hvert tapið væri. Þau gátu hins vegar sagt u.þ.b. hversu mikið sem rímar við þau svör sem við fengum þegar var veitt heimild fyrir láni um síðustu áramót, þá gat Íslandspóstur ekki heldur svarað hversu mikið tapið af nákvæmlega slíkum sendingum væri af hlutfalli þess heildartaps sem fyrirtækið á í vandræðum með.

Það virðist vera dálítið erfitt að votta eftir á að þetta gjald hafi ekki staðið undir neinu öðru tapi en bara af þessum sendingum.