149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:50]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Í síðasta andsvari sagði hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að það væru vissulega léleg rök fyrir málinu að einhver hafi gert eitthvað vitlaust einhvern tíma. En það verður ekki undan því vikist að ræða það aðeins. Því að ef hv. þingmaður hefði riðið inn í þinghúsið á hvítum hesti og hefði aldrei komið að málinu, væri margt skiljanlegra. En í ljósi þess að hann notar bæði hugtökin „ótrúleg værukærð“ og „kæruleysi“ um meiri hlutann í málinu hlýt ég að spyrja hv. þingmann fyrst hann er komin á þessa skoðun núna, hvort það hafi þá verið ótrúleg værukærð og kæruleysi í forsætisráðherratíð hans þegar við vorum einmitt í færum til þess að semja um málin.