Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 104. fundur,  14. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:25]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir andsvarið. Eins og hv. þingmaður segir væri ekkert því til fyrirstöðu að lagður yrði sæstrengur og tekin ákvörðun um það á morgun, skildi ég orð þingmannsins rétt. Það værum við væntanlega að selja orku inn á Evrópumarkað á þeim forsendum sem hugsanlega — nú er ég ekki með ígrundaða svarið við þessu en ég mundi halda að Rússar væru að gera þetta á svipuðum nótum, verandi utan Evrópusamstarfsins en seljandi mikið magn af orku, gasi og olíu inn á þann markað.

Þannig að staða okkar væri þá í rauninni stjórnskipulega sambærileg hvað þetta varðar. Við hefðum meira frelsi hvað innanlandsmál varðar. Við værum ekki komin undir þennan svokallaða ACER-eftirlitshatt og sú staða væri held ég að mörgu leyti, án þess að ég sé tilbúinn með ígrundað svar, mér hugnanlegri en að vera skyndilega tengdur inn í þetta kerfi þegar ákvörðun verður tekin einhvern tímann á síðari stigum.