149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:39]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þær nýju upplýsingar sem komið hafa fram í þessari umræðu gera það að verkum að það er nauðsynlegt að umræðunni verði einfaldlega slegið á frest meðan [Hlátur í þingsal.] aflað er nauðsynlegra upplýsinga um þetta mál. Hér er stórmál á ferð sem vakið hefur mikla ólgu í íslensku samfélagi þótt hv. þingmenn sem sitja hér hlæjandi hafi ekki tekið eftir því. Það er auðvitað alveg nauðsynlegt, herra forseti, að gerð verði ítarleg grein fyrir þjóðréttarlegu gildi þessa fyrirvara sem er óljóst hvort er eða er ekki og er núna síðast haldið fram að eigi að vera hluti af einhverri reglugerð. Það er a.m.k. algjört lágmark áður en umræðunni er haldið áfram að þessi reglugerð, eða drög að henni, verði sýnd þingmönnum.