149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:19]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar að nú er þetta í þriðja skipti sem er farið í að ræða þetta mál undir liðnum fundarstjórn forseta og ekkert nema sjálfsögð og eðlileg krafa að því sé svarað hversu lengi þingfundur á að standa. Ég held að það geti ekki verið mjög afdrifarík ákvörðun sem ekki er hægt að snúa við eða ekki verður tekin til baka að segja klukkan hvað eigi að ljúka fundi. Hér er fólk, m.a. ég, sem á að fara í nefndastörf í fyrramálið kl. hálfníu og ekki nema eðlileg krafa að við getum undirbúið okkur undir þau störf. Á meðan þingfundur stendur þá er sjálfsagt og eðlilegt að vera hér. En ég myndi vilja fá svör við því til klukkan hvað þessi þingfundur á að standa.