149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:17]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni enn og aftur fyrir hans hugleiðingar. Í mínum huga er alveg ljóst að innleiðing reglugerðar 713, ef ég tek dæmi — og nú er eilítið óljóst með hvaða hætti stjórnvöld hyggjast gera það. Ef þingsályktunartillagan sem við ræðum hér verður samþykkt erum við raunverulega búin að aflétta stjórnskipulega fyrirvaranum og erum skuldbundin til þess að ekkert hér innan lands fari í bága við regluverkið. Síðan koma lög og við höfum séð breytingu á raforkulögum. Ef þessi reglugerð kemur fyrir þingið, reglugerð 713, með einhvers konar lagalegum fyrirvara, frú forseti, eins og ég hef heyrt að eigi að gera, skiptir engu máli þó að við hnýtum þar inn einhverri setningu (Forseti hringir.) ef það fer í bága við regluverkið. Tíminn mun þá leiða í ljós, hvenær sem það verður, að það er að engu hafandi ef talið er að við séum að brjóta í bága við regluverkið.