149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[15:51]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það liggja fyrir breytingartillögur frá minni hlutanum um að banna strax óafturkræfar aðgerðir á börnum. Við styðjum málið að öðru leyti og það var gott samkomulag í nefndinni um það. Þetta er mikið réttindamál.

Minni hlutinn telur að það sé óverjandi að láta líða fyrst eitt ár í sérfræðinganefnd og síðan einhverja mánuði áður en verður lagt fram frumvarp hér til Alþingis um breytingar. Á meðan munu fæðast börn sem njóta ekki fullra mannréttinda og eru ekki varin.