149. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2019.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar.

954. mál
[16:15]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingu á lögum um félagslega aðstoð. Ég held að hér sé stigið gott skref í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Það þarf að stíga fleiri skref til að bæta kjör þessa hóps. Það er góður vilji til þess. Í þessu frumvarpi eru líka margar góðar réttarbætur til öryrkja og við munum halda áfram að stíga þau skref ákveðið og þétt fram veginn.

Ég segi já.