149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:28]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna þar sem hann fór yfir málið, líka í sögulegu tilliti. Ég vil horfa meira til framtíðar en fortíðar. Hæstv. ráðherra getur kannski staðfest að hann var ráðherra utanríkismála 5. maí 2017 þegar fyrirliggjandi ákvörðun var tekin um það mál sem hér er verið að ræða.

En ég held að það væri mjög gagnlegt ef hæstv. ráðherra gæti varpað ljósi á grundvallarspurningar sem eru eftirfarandi: Hvað liggur á? Af hverju liggur svona mikið á að samþykkja þetta mál? Hvaða rök liggja til þess að það eigi að samþykkja þetta þvert ofan í þær eindregnu viðvaranir sem lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar hafa (Forseti hringir.) sett á blað? Hvers vegna er ekki skoðaður fjórði orkupakkinn í samhengi þannig að heildarsýn fáist yfir þetta mál?