149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[10:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir andsvarið. Hann spyr hvort við eigum von á fleiri frumvörpum sem gætu leynst í þessari tilskipun. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um það. Eins og eðlilegt er í frágangi með svona frumvörpum á eftir að gefa út einhverjar reglugerðir sem eiga þá að styðja frumvarpið. Engar upplýsingar um annað hafa borist nefndinni og ég spurði hæstv. ráðherra áðan hvort von væri á einhverju og svo er ekki.