150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[13:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eru einmitt stjórnmál eins og venjulega sem eru ofureinföldun á hlutunum og án þeirra upplýsinga sem lög um opinber fjármál gera réttilega ráð fyrir að séu hluti af stefnumörkun, ákvarðanatöku og forgangsröðun stjórnvalda erum við einfaldlega að giska. Hvernig erum við betur komin með að taka ákvarðanir án þessara gagna? Fyrir mér er það galið. Já, það er kannski erfitt að fara út í rosalega margar og nákvæmar greiningar á öllum valkostum en yfirleitt þegar maður er að gera svona valkostagreiningu liggja þeir valkostir sem eru líklegastir augljóslega fyrir. Maður byrjar á að flokka aðeins í hvað er raunhæft og hvað ekki og tekur síðan þá valkosti sem eru raunhæfir og útfærir betur og nákvæmar. Svo er hægt að koma með pólitískt rifrildi um af hverju þetta var skilið út undan og þá er það kannski dregið inn á þeim forsendum — eða ekki. Það er fullt af svoleiðis atriðum en það að taka ákvarðanir og forgangsraða án þess að hafa þessi gögn (Forseti hringir.) er glapræði.