150. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2019.

fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.

128. mál
[15:49]
Horfa

Flm. (Jón Steindór Valdimarsson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta spurningu. Já, auðvitað er viss vandi á höndum í tengslum við þetta. Það er nokkuð um liðið síðan þessi ágæta atkvæðagreiðsla fór fram. Það er einn punktur. Síðan getum við spurt okkur hvað hafi svo sem orðið um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu í heild sinni. Það hefur mjög margt gerst síðan þetta var ákveðið og ég hygg að t.d. hlutfall þeirra sem eiga aðild að þjóðkirkjunni hafi minnkað þó nokkuð síðan þetta var. Við getum þá spurt okkur að því hvort svona ákvæði sem á sínum tíma var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu bindi þá t.d. þing og þjóð um ókomna framtíð, jafnvel ef sú undarlega staða kæmi upp, sem ég er ekki að spá fyrir um, að enginn yrði eftir í þjóðkirkjunni. Hvar liggja mörkin? Ég átta mig alveg á þessum vanda en ég tel að aðstæður hafi breyst. Við erum að tala um langan tíma. Við erum ekki að tala um neina sviphendingu í þessu samhengi. Það má hreinlega varpa spurningunni fram að nýju þegar þar að kemur og þessi frumvörp verða tilbúin og menn taka til við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og alltaf er verið að gera, í ljósi þess hvernig staðan er þá og hvernig hefur verið búið um hnúta. Ef þessi frumvörp verða að lögum og kúrsinn er settur — er þjóðin sátt við það eða ekki?