150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er eitt af þeim vandamálum sem ég nefndi áðan. Hér eru í raun tvær tillögur, annars vegar útgreiðsla ónýtts persónuafsláttar upp á 10,5 milljarða og hins vegar hækkun persónuafsláttar vegna niðurlagningar sóknargjalda og það kemur fram í einni tölu í staðinn fyrir að hægt sé að greiða atkvæði um tillögurnar í tvennu lagi. En af því að við komum fram með breytingartillögu þar sem töluna vantaði inn í, þá kemur hún í sérskjali. Það er hægt að greiða atkvæði sérstaklega um það í næsta lið sem ég kem og útskýri á eftir. En þetta er útgreiðsla persónuafsláttar sem er ónotaður og svo hækkun persónuafsláttar á móti sóknargjöldum.