150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga snýst um að afnema krónu á móti aurum skerðinguna sem er enn í gangi, einfalt réttlætismál og hægt að ganga frá því. Þar eru tvímælalaust réttu hvatarnir, eins og var í sundurliðun 1 líka. Það er ekki rétt hvatning að hvetja námsmenn til að vinna með námi. Við viljum miklu skilvirkara nám svo að fólk geti klárað á réttum tíma o.s.frv. Við töluðum aðeins um fyrri liðinn áðan en þetta er sem sagt að afnema krónu á móti aurum skerðinguna.