150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:10]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það eru litlu tölurnar en þær geta nú samt skipt máli þegar upp er staðið til þeirra sem þær eiga að fá. Ég vil líka, í ljósi þess sem við vorum að greiða atkvæði um áðan, nefna náttúrustofurnar, þar er svolítið verið að færa peningana á réttan stað og skýra ferli. En hér undir er mikilvægt starf sem við greiðum atkvæði um, sem er Rannsóknastöðin Rif á Raufarhöfn. Hún skiptir mjög miklu máli fyrir brothætta byggð og þar fer líka fram alþjóðlegt og mikilvægt starf. Í ljósi þess að við eigum eftir að greiða atkvæði um næstu atriði ætla ég að tiltaka að hér eru líka undir Flugsafn Íslands, Vínlandssetur, Pálshús o.fl., söfn sem skipta hinar litlu byggðir í hinum dreifðu byggðum mjög miklu máli.