150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

tollalög o.fl.

245. mál
[14:25]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta er gott mál. Það er mjög mikilvægt að fækka stofnunum. Það er óþarfi að hafa hér eina sérstaka stofnun til að innheimta opinber gjöld. Mikið samráð var haft og mikill undirbúningur í kringum þetta mál. Það er eiginlega enginn ágreiningur um málið. Það er enginn á móti því, ekki einu sinni starfsmenn tollstjóra, þannig að það er bara hið besta mál. En auðvitað verður það þannig, eins og í öllum öðrum sameiningum, þegar ríkisstofnanir eru sameinaðar, að vanda verður til verka og það er engin ástæða til annars en að vel gangi í þessu máli.