150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:50]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á breytingartillögu á þskj. 662 sem er lögð fram af formönnum fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar, um að við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem kallast á við tillögu í fjáraukalagafrumvarpi um 10.000 kr. viðbótargreiðslu desemberuppbótar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á slíkri greiðslu. Hér er verið að tryggja að greiðslan skili sér skatta- og skerðingarlaust, enn fremur að hægt sé að greiða hana út í desember enda öðlist ákvæðið þegar gildi eins og það hljóðar og að frumvarpinu samþykktu.