150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:35]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla um fjáraukalög og ég kem aðallega upp til að eiga samskipti við formann fjárlaganefndar. Ég þakka honum fyrir að nefnd hans hafi séð ljósið, það ljós sem öryrkja hefur skort mikið. Það er það ljós að hægt sé að minnka frumskóg skatta, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar. Í þessum fjáraukalögum eru 10.000 kr. skatt- og skerðingarlausar til örorkulífeyrisþega. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort þetta sé ekki bara framtíðarsýn, t.d. í sambandi við næstu fjárlög, að það verði engin fjáraukalög. Í næstu fjárlögum verði t.d. jólabónusinn skatt- og skerðingarlaus. Ef það hefði verið fyrir öryrkjana væru þeir að fá svona svipað og atvinnulausir fá útborgað en kannski ekki nema einn fjórða af því sem við fáum.(Forseti hringir.) Það væri frábært ef þetta væri stefnan og þá væri einhver ný stefna komin.