150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég klóra mér dálítið í hausnum yfir hinni skemmtilegu breytingartillögu á þskj. 658. Þetta eru tekjur sem detta inn óvænt og það var tekin ákvörðun um að láta þær í fjárfestingarframlag sem, miðað við þá tilkynningu sem ég fékk í tölvupósti eftir að búið var að afgreiða málið út úr nefnd, gæti auðveldlega flust milli ára og ýmislegt áhugavert. Ég sé þetta sem ekkert annað en ákvörðun um einskiptisframlag, ekkert fjáraukalagamál sem slíkt. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig þetta mál er rökstutt út frá fjáraukalögum þegar á allt er litið. Mér þætti gaman að heyra þann rökstuðning hjá hv. formanni fjárlaganefndar. Ég get einnig glatt hv. formann fjárlaganefndar með því að ég kallaði einmitt eftir því (Forseti hringir.) að málið færi aftur inn í nefnd á milli 2. og 3. umr. svo það fari ekki á milli mála.