150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.

22. mál
[17:34]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Fremur en að fara í langa ræðu kýs ég að koma í stutt andsvar við hv. þm. Ágúst Ólaf Ágústsson. Ég ætla að nota tækifærið og þakka þingmanninum þá elju sem hann hefur sýnt í þessu máli og þakka honum fyrir að leggja fram þetta ágæta mál. Nefndin hefur fjallað um það og komist að góðri niðurstöðu. Ég tel að með áherslu tillögunnar og með því að ýta undir mikilvægi þess að lítum á þetta vandamál, þennan sjúkdóm meðal eldra fólks, sem raunverulegt vandamál sem við þurfum sem samfélag að hjálpast að við að takast á við, séum við að stíga afar mikilvægt skref. Tilefni þessa andsvars er fyrst og fremst að þakka hv. þingmanni fyrir þetta.