150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

búvörulög.

433. mál
[18:56]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að framfylgja mjög umdeildum búvörusamningi og þess vegna hefði verið eðlilegt að þetta mál hefði fengið meiri umfjöllun. Þetta er samkomulag við bændur, það fór fram atkvæðagreiðsla og samkvæmt samningnum ber okkur að fylgja honum eftir. Ég tek undir það sem sagt hefur verið, málsmeðferðin er ekki til sóma en það þarf að fylgja þessum samningi eftir og auðvitað þarf ríkisvaldið að efna hann. Það sem vekur hins vegar furðu er að ríkisvaldið og ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til þess að taka upp önnur mál varðandi mjólkurmarkaðinn samhliða þessu sem myndu einmitt efla og styrkja rétt neytenda. Þá er ég til að mynda að tala um að leggja niður verðlagsnefnd búvara og láta almennar reglur samkeppnislaga gilda um mjólkurmarkaðinn. En ríkisstjórnin hafði ekkert frumkvæði að þessu og ég harma það.