150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[19:43]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég taldi að sérstaklega yrðu greidd atkvæði um 15. gr. en það kemur ekki að sök. Ég vildi bara fá að nýta tækifærið til að koma inn á áhyggjur mínar af því að Mannvirkjastofnun hafi gengið heldur hart fram hvað varðar hugbúnaðarvinnu og hugbúnaðargerð í tengslum við mannvirkjagáttina sem nú er horft til að taka í notkun. Ég held að úti á markaðnum séu ýmsar vel nýtilegar tæknilausnir sem hefði verið skynsamlegra að nýta. Þrátt fyrir þessa galla á verklaginu held ég að hagsmunirnir af því að ná fram þeim markmiðum sem nást með þessari rafrænu gátt, samtímaupplýsingum og öðru slíku sem því fylgir, fyrir utan auðvitað mikinn sparnað í pappírsskilum þeirra sem standa að mannvirkjagerð, held ég að þau atriði sem snúa að 15. gr. séu til mikilla bóta.