150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[14:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í því samkomulagi sem liggur undir þessu frumvarpi er augljóst að kirkjan samdi bara mjög vel en ríkið samdi alveg gríðarlega illa. Það er ekkert flóknara en það. Í þessu er líka breyting á því að kirkjan er ekki ríkisstofnun í A-hluta heldur er orðin sjálfstæð stofnun hvað þetta varðar og starfsmenn kirkjunnar núna ekki lengur ríkisstarfsmenn. Ef það er ekki grundvallarbreyting á kirkjuskipun veit ég ekki hvað og ef svo er ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.