150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[17:49]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, það má vel vera að ríkisstjórnin, 2009–2013 hafi færst mikið í fang og haft metnaðarfullan stjórnarsáttmála. Þó það nú væri, eftir að það hrundi hér heilt kerfi og fólk var þúsundum ef ekki tugþúsundum saman á barmi örvæntingar. Fólk er sumt ekki búið að jafna sig á því enn þá. Þá þurfti að taka til þannig að það var bókstaflega ákall eftir öllum þessum hlutum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að að samsteypustjórnir þurfa að gera málamiðlanir og þessi þarf svo sannarlega að gera það líka. Gallinn við hana er hins vegar sá að það er svo ofboðslega langt á milli grundvallarsjónarmiða eða stefnu flokkanna — yst til hægri og yst til vinstri — að niðurstaðan verður eitthvert svona miðjumoð. Hvað varðar mína forgangsröðun er númer eitt (Forseti hringir.) að jafna lífskjörin í landinu. Stjórnarskráin skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli.