150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[18:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta upplegg auðvitað ekki svaravert, að ég hafi talað til heilbrigðisstarfsfólks með skætingi. Hins vegar bendi ég hv. þingmanni á að þær tölur sem hún er væntanlega að vísa til um meðaltalsfjárfestingu sem hlutfall af landsframleiðslu byggja á stóraukinni landsframleiðslu en flokkur hv. þingmanns hefur haft efasemdir í vaxandi mæli, sérstaklega eftir að hann hefur fært sig lengra til vinstri á undanförnum árum, um gildi hagvaxtarins. Það er okkar sjónarmið að til þess að við getum risið undir kröfum um öfluga opinbera þjónustu á sviði menntamála, heilbrigðismála, við að byggja upp innviðina í landinu, þurfi mikla framleiðslu á Íslandi. Það hefur gengið frábærlega, við erum að ljúka núna einhverju lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar og það höfum við nýtt vel til að fjárfesta í samfélaginu. Við höfum nýtt það frábærlega vel (Forseti hringir.) og við höfum búið í haginn fyrir framtíðina.